Flott íbúð í Algorfa (Montemar).
Íbúðin er á jarðhæð í lokuðum íbúðakjarna.
Tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi. Verönd bæði að framan og aftan.
Íbúðin er seld fullbúin húsgögnum og tilbúin til innflutnings.
Sameiginleg sundlaug og tennisvöllur.
Þessi íbúð er staðsett í Montemar hverfinu í bænum Algorfa, Alicante. Hún er um það bil 56 fermetrar að stærð. Þessi íbúð er í lokuðu hverfi og er með rafmagnshlið við innganginn.
Mjög góð staðsetning í 20 mínútna göngufjarlægð eða 3 mínútna akstursfjarlægð frá allri þjónustu á svæðinu, svo sem veitingastöðum, verslunum og börum.
Aðeins 20 mínútna akstursfjarlægð frá ströndinni (Guardamar del Segura).